LMA

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri (LMA) hefur sett upp sýningar ár hvert frá árinu 1936. Sýningar LMA einkennast af miklum hæfileikum, metnaði, glæsibrag og töfrum. Hér er á ferðinni metnaðarfullar uppsetningar Leikfélags Menntaskólans á Akureyri þar sem hátt í 90 nemendur taka þátt í sýningunni hvort sem það er á sviðinu eða á bak við tjöldin. 

,,Ég var svo troðfull aðdáunar þegar þau komu öll upp á svið í lokin og gleðin, stoltið og samheldnin fyllti Hamraborg. Vegna þess, að þegar þú leggur mikið á þig, þá uppskerð þú eftir því. Það er lærdómurinn sem ég tók með mér, bæði saga Dórótheu, en miklu frekar saga hópsins sem bjó til sýninguna. Þeirra vegferð og þeirra ferðalag snerti mig djúpt''

Rakel Hinriksdóttir- Akureyri.net

 

,,Þvílíkur fjársjóður fyrir samfélagið að eiga þetta unga fólk í Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri, sem ár eftir ár leggur ástríðu og vinnu í að gera sýningar sem þessa að veruleika. Um leið eignast kynslóðir nemenda þetta einstaka tækifæri til að njóta hæfileika sinna og upplifa mikilvægi þess að leggja af mörkum til lista og menningar''

Elsa María Guðmundsdóttir- Kaffid.is

GALDRAKARLINN Í OZ

Við frumsýnum Galdrakarlinn í Oz þann 14. mars 2025 í Hofi

MIÐASALA Á TIX.IS 

FRÉTTIR

 

 

,,Ég segi það einfaldlega strax, að ég var heilluð af verkinu hjá LMA. Mér leið eins og í atvinnuleikhúsi, en ekki sýningu hjá nemendum í menntaskóla sem þurfa líka að sinna krefjandi námi og öllu öðru sem fylgir því að vera unglingur á sama tíma og þau töfra framLeikfélag Menntaskólans hefur verið þekkt fyrir metnaðarfullar leiksýningar í fjölda ára. glæsilega leiksýningu."

Rakel Hinriksdóttir- Akureyri.net

,,Leikfélag Menntaskólans hefur verið þekkt fyrir metnaðarfullar leiksýningar í fjölda ára."

Ingólfur Stefánsson- Kaffid.is

Hafa samband

Location

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri
Akureyri, Iceland