SPUNI SPUNI SPUNI!!
LMA býður nemendum skólans uppá Spunanámskeið mánudaginn 28. október kl. 16:15. Námskeiðið verður haldið í Suðursal í Gamlaskóla. Leiðbeinandi námskeiðsins er hún Inga Steinunn Henningsdóttir spuna pro!
Öll eru velkomin á námskeiðið, hvort sem þið eruð í hópnum okkar í ár eða ekki. Búast má við skemmtilegu, flippuðu og lærdómsríku námskeiði.
MA mun taka þátt í Leiktu Betur, spunakeppni framhaldsskólanna, sem haldin verður þann 8. nóvember í Tjarnarbíói. Ef þú hefur áhuga á að vera í liði MA í keppninni er algjör skylda að mæta á námskeiðið!
Hlökkum sjúklega til að sjá ykkur og eiga flippaða stund saman!
Add comment
Comments